föstudagur, september 30, 2005

Eldri menn...

Eldri menn eru sérstakt fyrirbæri. Afhverju segji það, jú það er ástæða fyrir því. Sko í fyrsta lagi, þá eru þeir yfirleitt bara fínir, þroskaðir. En í öðru lagi,, ekki láta ykkur detta það til hugar að þeir vilji bara opið samband.. Af hverju ekki ,, jú sko málið er að þeir vilja yfirleitt kærustu með stóru kái.. Og það versta er að þeir eru ekkert að hansga við það, ónei. Þeir kanski taka þátt í leiknum til að byrja með og samþykkja opið og skemtilegt samband, (sem er samt ekki samband) en viti menn,, þeir finna svo bara kærustuefni og segja svo bara "æ sorry, þú vildir ekkert meira" .. Nú þá er ekki hægt að trufla tilhugalífið og vera hin konan.. Jú það er kanski hægt, en þá er maður bara vondur. Svo eru hinir eldri mennirnir sem eiga engar konur af því að þeir eru svo miklir lúðar að maður verður að finna afsökun til að henda þeim út, af því að maður þolir ekki lengur að hlusta á það hvað þeir eru andstyggilega leiðinlegir...nei nú er ég bara vond. En í alvöruni það er til svona leiðinlegt fólk. En ég er semsagt núna í fýlu af því að minn eldri maður er farin á vit nýrra ævintýra og er orðin ástfangin. Þannig að ég er hætt.. allavega þangað til ég verð ástfangin ... eða annað kemur í ljós..

kveðja Eva litla

miðvikudagur, september 28, 2005

Sko mig

Sko mig,,, mér tókst að setja inn linka.. En þetta er bara rétt byrjunin, þannig að það móðgist örugglega enginn.. En annars er bara allt fínt að frétta. Nú styttist í sýninguna. Og ég var svo dugleg og skokkaði langan hring í hverfinu í gærkvöldi með tíkina. Tókum svo smá hlýðni út á bílastæði, og þá voru allir sáttir. En svo er bara að fara að finna eitthvað fyrir mig að vera í . En annars var ég í debenhams í gær og ég sá svo mikið að mér langaði að leggjast í gólfið og fara að grenja yfir peningaleysi. En ég hugsa að ég fari fyrir helgi og kaupi mér eins og einn agalega lekkeran langerma bol.. En jæja, maður hefur víst nóg að gera.. Eva litla

þriðjudagur, september 27, 2005

Only the lonly

Voðalega getur maður verið heftur eitthvað. Maður er alltaf á einhverri leit af einhverju, sem kanski finnst ekki, eða er rett fyrir framan nefið á manni. Svo daðrar maður eins og kjáni, ogjú ekki miskilja það virkar yfirleitt, en svo þegar verið er að daðra við mig, þá kanski fattar maður það ofseint. En ég komst samt að því um daginn að gamla góða daðrið er þarna til staðar, þannig að gamla góða eva er að finnast. En hvernig væri nú að senda hjálparsveitajeppana að finna mig?? En jújú ég er hér, og hef það alveg ágætt. Fyrir utan nátturlega hvað maður er alltaf í amor þörf. Þá er ég ekki að meina kynferðislega heldur að vera ástfangin. En það kemur. Á meðan maður hefur hinn partinn þá getur maður svosem ekki kvartað. En hvað varðar týndu hundakallana, þá held ég nú að þeir séu svona að birtast betur.. Hvur veit.. En svo er nú sýningin ógurlega um helgina. og maður er farin að vera pínu stressaður. En ég held að þetta verði alltí lagi, ég á dásamlega tík og við gerum þetta bara skemmtilegt. Alveg sama hvernig fer, hún er alveg jafn dásamleg. En við erum búnar að vera að æfa okkur, sem er nátturlega bara góð æfing. Einnig hef ég verið að taka smá slurk í hlýðninni, enda bara rétt mánuður í prófið. úff. En ætli maður verði ekki að fara að drulla sér í háttin. Ein,, búhúhú..
kær kveðja Eva litla lóðatík.. hihi. :)

mánudagur, september 26, 2005

Leiðbeiningar um tja..

Ég fékk þetta sent áðan og jeminn eini hvað þetta er mikil snilld. Lesið og ekki detta úr hlátri :)

Skýring á "Markaðssetningu." Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún: 1) Þú ert kona og sérð flottann karl í partýi. Þú ferð upp að honum og segir, "Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning. 2) Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottann karl. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu." Þetta er auglýsing. 3) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu." Þetta er símamarkaðsetning. 4) Þú ert í partýi og sérð flottann karl, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl. 5) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki. 6) Þú ert í partýi og sérð flottann karl. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor. 7) Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er tækniaðstoð. 8) Þú ert á leið í partý þegar þú uppgvötar að það gætu verið flottir karlar í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu." Þetta er ruslpóstur. 9) Þú ert í partýi, vel byggður, massaður karlmaður kemur til þín, káfar á brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger. 10) Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru Bandaríkin.

sunnudagur, september 25, 2005

Hvað er málið eiginlega??

Ég er sko ekki alveg að skilja allt núna. Til dæmis hvað er málið með mig og stóra jeppa, og sérstaklega hjálparsveita jeppa.. Jemin. Og hvað er málið með selfoss og hnakkana. Og hvað er pappakassi, hef enn ekki fengið útskýringu á þessu. En ég fór semsagt í gærkvöldi til hennar Stellu í hundapartýið, ég eiginlega þorði ekki í hjálparsveitapartýið. Þá útaf málinu með mig og hjálparsveita jeppana, það hefði nú endað skrautlega. En ég fór svo á svarta fata ball og skemmti mér konunglega. Ég sem ætlaði að skoða mannlífið á ballinu, sá bara einn hmmmm sem var nátturlega bara vonlaust. Jónsi semsagt er bara orðin meira sexý núna. En svo dröslaði maður sér heim um 4 leytið alveg á sneplunum. En þetta var semsagt alveg frábært kvöld.
En ég sé að ég þarf eitthvað að laga þessa síðu, og setja kanski einhverjar myndir. Jæja ætli maður verði ekki að fara að slaka svoltið á, svo ég verði ekki dauðþreytt í kvöld. Bless og bæ.

laugardagur, september 24, 2005

Smá byrjunarörðuleikar

Okei, ég þarf semsagt að lagfæra aðeins útlitið á þessari síðu,, og setja eitthvað meira inn á hana. hmmm verð eitthvað að finna út úr því. æi geri það bara seinna, en bráðum ég lofa.

Jahérna hér..

Þetta var nú stórmerkilegt,, Evan er komin með blogg.. Fyrr má nú rota en dauðrota.. En ástæðan fyrir því að ég skellti mér út í þetta, er að það er svo mikið alltaf að gerast hjá mér í ýmsum skilningi. Þannig að einhvern vegin verður maður að tappa af. Ég til dæmis er að fara út á lífið á Selfossi í fysta sinn, hlakka mikið til. Kittý sagði mér að næla mér í tappa frekar en pappakassa, ég get svo sem skilið tappa merkinguna en hallóó hvað er pappakassi!! Svo er annað á maður að fara í hjálparsveitarpartý eða hundapartý eða bara bæði,, stefnir maður ekki bara á bæði. En allavegana ýmislegt í gangi :) . Svo er það nátturlega sýningarþjálfunin um helgina, ætli að ég detti núna? En ég og reytta hænan mín reynum að gera okkar besta í þessu. En svo er önnur spurning sem skýst upp... hvar eru allir gæjarnir í hundageiranum ég bara spyr, hef bara ekki séð einn einasta, (jú ég lýg því nú, það er kanski einn til tveir sem hægt er að skoða) .. En jæja bið að heilsa í bili... kem kanski með eitthvað heitt næst,, en ágætis byjun.. koma svo Eva litla...

free web hit counter