Föstudagurinn 13
Jaherna, föstudagurinn 13 og fullt tungl bara. Enda er ég i undarlegu skapi, en ég held reyndar að það tengist ekki deginum neitt. Bara einn af þessum dögum þegar allt er að. Held að töflurnar minar séu hveititöflur, bara virka ekki. :)
Styrmir er með munræpu á hæsta stigi, bara fyndið reyndar. Vorum í búð áðan og hann þurfti sko að segja mer hvað allt var og hét. Svo bergmálaði í búðini, því hann styrmir minn þarf stundum að tala svoldið hátt. ég er að reyna að kenna honum að hvísla. Svo kom Raggi sko með eitt gullkorn í morgun þegar hann vaknaði.. Hann sagði mér það að það væru litlir kallar inní honum og þegar hann væri sofandi, þá væru þeir sko að byggja inní honum, þannig að hann myndi stækka. Bara sniðugur sko. Ég er búin að komast að því reyndar fyrir löngu síðan að strakarnir mínir eru bara nokkuð fyndnir. Enda er mamman alveg svakalega hlægileg..hihihi.
Ég ætla svo að setja inn smáauglysingu sem hljoðar svona..
Lítil elskuleg kona óskar eftir elskulegum manni. Ekki yngri en 25 og ekki eldri en,,38.. Starfslysingin er svona.. Kúra mig uppí sófa á kvöldin og strjuka hárið mitt, setja svo í uppþvottavél, nudda á mér tærnar og dást að fína naglalakkinu minu á tánnum. Hugga mig þegar ég er buin að vera að rifast i fyrrverandi.. og hringja svo í hann og skamma hann :) . Honum verður að finnast börnin mín æði, en samt ekki spilla þeim. Hann verður lika að finnast hundurinn minn æði, og helst að eiga hund..ég nenni ekki hundafobíu .. Hann verður að vera í goðri vinnu, fyrir mömmu mína, jú og mig. Hann verður að fara með mig uppá fjall að leika i snjónum. Svo þarf hann að bjóða mér til útlanda tvisvar á ári. Kaupa rosir handa mer reglulega, og ekki gleyma blinginu. Honum verður að finnast gaman að fara með mér í bío, og serstaklega af þvi að eg er bara skemmtileg í bíoi,, hmm meira er það ekki að sinnni.. Mér gæti kanski dottið eitthvað i hug seinna. umsoknir sendist á eva.bjork@internet.is með ferilskrá og mynd...
Sko eva er bara fyndin,,,:) og ekki lengur í vondu skapi..