fimmtudagur, mars 23, 2006

kossafarið á kossaglöðu konunni :)

Ég komst loksins að lokaniðurstöðu varðandi ræktunarnafn sem ég ætla að sækja um.. jibbí skibbi. það hæfir okkur wilmu rosa vel og hún Sigga mín á sko heiðurinn a þvi að finna þetta nafn. En eg ætla að halda því leyndu í soldin tima hihihi.. Fór annars með bílinn minn til nóna frænda í dag. Svo viti menn var ekki Evan bensinlaus a leiðinni heim, eg var alveg að koma heim. Hjálpin var a leiðinni. En á meðan að ég og styrmir biðum i ísköldum bílnum. Þá keyrði heill hellingur af fólki framhja okkur gónandi á okkur, meira segja löggubíll keyrði framhja. Aðeins einn stoppaði og for ut ur bílnum sínum og athugaði hvort mig vantaði hjalp. jaherna hvað er málið með folk að keyra bara framhjá.. ég hefði allavega stoppað og boðið fram hjalp mína.
Eitt alveg merkilegt með mig.. Mér finnst fasteignasjónvarpið æði..ég er ekkert að bulla.. Ég væri alveg örugglega goður fasteignasali.. :)
Svo dreymdi mig svo klikkaða drauma i nótt, alveg undarlegt bara. Gamall skolafelagi minn poppar reglulega inn i draumana mína, alveg yndislegt. Hann var svona 12 ara skotið mitt, en hann er alltaf jafn indæll við mig þegar við höfum hisst eftir grunnskolan. Hann er svoldið svona daðrari eins og eg.. :) En allavega við vorum að deita i draumnum mínum, ég var að elda handa honum. Svo kyssir hann mig alveg svakalega. Alveg æðislegt að vakna eftir svona draumakoss, verður svo raunverulegur, eg var allavega með ýmindað kossafar á munninum í morgun og a bleiku skýji. Hei þið stúlkur sem skoðið þetta, getið hver þetta er... gaman að sja hvað kemur ut úr því..hihihih Ég held barasta að eg verði að hitta hann og kyssa hann, svona klára það dæmi :) ég hef reyndar kysst hann real life..múhahaha..

jæja blaður búið.
eva með kossafar :)

miðvikudagur, mars 22, 2006

Óhappaskyið

Það er buið að elta mig óhappasky síðasta ár,, og ég held bara eg sé búin að komast að því hvaðan það kemur. Þannig að nu er bara að hrista orsökin af mér.. og hananú!! Ég fékk þær ekki skemtilegu frettir í dag að tíkin mín er orðin veik aftur, og ekki nóg með það þa gubbaði styrmir yfir allan sófan. Og svo er billinn minn bilaður.. díí!! og svo er innistæðan á bankareikningnum minum heilar 2 krónur, svo hef ég ekki fengið að .... í heila 3 mánuði.. Svo er eg eins og er aðal manneskjan til að stríða í vhd,, af því að eg "óvart" kelaði við giftan mann á ákveðnu þorrablóti.. hei ekki mér að kenna,, æ þessir menn eru óttalegir kjánar að finnast þetta svona fyndið.. Ég verð bara ofurstillt í næsta partyi.. reyni það allavega!!
jæja farin að hvila mig í hausinn á mér..

fimmtudagur, mars 09, 2006

Í dag er ég einmanna
í dag er ég ekkert
í dag er ég döpur
í dag drukkna ég
í dag er hjartað dimmt.

Ég hugsa um þig, þögnina
ég hugsa um þögul orð
orð sem eru ekki sögð
sorgar orð sem brjótast um
spegilmyndin er tóm, týnd
týnd í myrkrinu, gleymd og grafin.

Í dag fel ég mig
fel örin á sálinni
fel örin á holdinu
í dag hræðist ég hugsanir
hugsanir um að hverfa
hverfa inn í myrkrið
stækka örin og sofna..

fimmtudagur, mars 02, 2006

Litli lasarusinn

Jæja núna er ég bara lasin með hor eins og litlu krakkarnir, og hnerrandi eins og ég veit ekki hvað. Alveg agalegt, engin að hjúkra mér,, hnuss fnuss.. Annars var sko ofsalega gaman hjá mér seinustu helgi, ég fékk allavega nýtt viðurnefni ,, hihih. semsagt, kjölturakkinn. segi ekki meir núna..

kveðja eva sem ætlar sko að horfa á nip/tuck..

free web hit counter