sunnudagur, apríl 09, 2006

Ég er enn að ná mér eftir gærkvöldið. Váhh hvað það var gaman. Fórum í matarboð aldarinnar, fengum reykta gæsabringu í forrétt, héra lundir, rjúpu og hreyndir í aðalrétt og svo alveg æðislegan eftirrétt. hellingur af rauðvíni með matnum. Þetta var sko gott að ég er ekki að trúa því. Ég verð semse að fara að skoða þessa veiðimenn eittvað nánar(eftir 3 mánuði samt) , þeir eru víst allir svaka kokkar, að sögn viðstaddra.

Ég naði auðvitað að brjota hælinn á skonum mínum, hvað er málið.. Gestgjafinn reddaði hælnum timabundið með súperglui.. bara snillingur :) Aðra skandala gerði ég nú ekki, enda siðprúð kona. Eftir mikin hlátur, mikið afengi, mikið neftópak og enn meiri hlátrasköll, var haldið a papa ball.. ´´uje bara fjör. Viti menn hællinn brotnaði um leið og eg labbaði inn á ballið, gjestgjafi kvöldsins reddaði því enn eina ferðina með teipi sem fannst á barnum, hihi, bara fyndið.

En frábært kvöld alveg hreint. Fór svo í þessa fínu fermingar veislu i dag, bara gaman. Hann Raggi minn fræddi mig svo um fuglaflensuna og gang mála þar.. :) hann hefur sko seð hana, heima hjá ömmu og afa hans Atla.. Svo fræddi hann mig um það hvernig eg á að fara að þvi að ná mér í mann.. hljómaði svona.
Raggi: Mamma, þú ferð bara í bilinn þinn og keyrir að húsi, og ferð i það og biður manninn í húsinu að vera maðurinn þinn.
Mamma: En ef maðurinn vill ekki vera maðurinn minn?
Raggi: Þá ferðu bara í næsta hus!!

Ef þetta væri nú svona einfalt, ég fer kanski i Arnarnesið og banka uppá einhver hugguleg hús...:)

jæja sinna börnum og hundi.
kveðja Evið

laugardagur, apríl 08, 2006

Jeremías

Jább jeremias bara... Ég er komin í bindindi, i 3 mánuði. hmm og bindindið hljómar svona..
Ekkert daður
Ekkert kelerí
Engir kossar
og ekkert kynlif...

Halló kalló bimbó sko.. Hvernig í ósköpunum á ég að geta ekki daðrað.. jahérna. Þannig að strákar back off.. Ég er Bridget Jones og er stillt og pruð kona. En Ég fæ sko pakka fra Birnu minni í lokin hihihihi.. En þetta gæti verið athyglisvert bindindi. En það fyndnasta er að þegar eg var búin að sverja mig inní bindindið,, viti men fæ ég ekki daðurs sms, frá herra daðri, en Eva duglega daðraði ekki tilbaka heldur svaraði pent.

Annars kom Raggi til mín í kvöld og þvílik gleði hjá okkur. knús í botn bara. Svo ætla ég að fara með drengina mína í bio a morgun , það verður fjör. Núna sofa litlu englarnir mínir í kojunni þeirra, og hrjota í kor, það er ekkert eins sætt. ohhh ég á yndislegustu straka í heimi, bara sætastir og bestir.

jæja ætla að hrjota með þeim.. og daðra svo í svefni, ég hlyt að mega það..
kveðja, evan

free web hit counter