mánudagur, september 11, 2006

Mánudagar eru viðbjóður...

Oj bara, ég vaknaði í svo viðbjóðslegu skapi í morgun. Að dagurinn er búin að fara í að drekka kaffi,kók og reykja.. Andskotans.. En þetta er allt að koma núna. Vinkona Guðbjargar meðleigjanda er bara snilld. Hún kom áðan, og ég hló stanslaust á meðan. Og þá að henni,, hihhi.. Okei hún mætti í náttfötum og ekki nóg með það. Við spurðum hvort hún ætlaði að fara svona á American style,, jújú það var alveg í lagi, því hún fór svona i Perluna...hahahahahah.. Ekki nóg með það heldur er hún rifbeynsbrotin, okei,, en nei hún náði að rifbeynsbrotna aftur í gær, við það að hnerra. Ég hélt ég myndi deyja ég hló svo mikið.. Þessi stelpa sko bara brandari.. Jahérna.. En já ég átti víst afmæli í gær.. rosa fínt fyrir utan hvað fáir létu sjá sig hér.. hnusssss. En Guðbjörg var yndi. Hún laumaðist og keypti kökur. Æpti svo á mig þegar ég var að stíga úr sturtu um að koma straks.. Ég hélt nátturlega að eitthvað hafi komið fyrir og hljóp fram á handklæðinu rennandi blaut. Þá var þessi elska búin að kveikja á 12 kertum á kökunni en náði ekki að kveikja á hinum 15 því vaxið var allt að leka niður. Snillingu,, enda fékk hún risa stórt og blautt knús..


kveðja eva litla

föstudagur, september 08, 2006

blaður blaður

Jæja taka tvö takk fyrir,, þetta ætlar sko ekki að ganga hjá mér þetta bévítans blogg.
En já það er svosem ekkert rosalega mikið að frétta hjá mér. Strákarnir áttu að koma til mín um helgina, en nei sökum krónutilboðs flugleiða, þá er bara uppselt um helgina í vélarnar. Þeir koma í staðin næstu helgi. Ég verð bara að vera asskoti aktív um helgina til að dreifa huganum, verður erfitt en ég skal..
En vá á ég að fara í blessuð karlamálin hér.. össs. Ég er sko orðin þreytt á þessu bólfélaga dæmi, nenni því bara ekki lengur. Vill bara fá einhvern sem passar uppá mig og svoleiðis,, samt ekki alveg að nenna svona kærasta máli. Er samt búin að finna einn sem mig langar bara að eiga. Hann er bara óttarlegur kjáni, enda karlmaður.. Ég ákvað að dissa manninn, því að hann var svo fattlaus greyið.. Nei þá fór hann að haga sér voðalega undarlega eitthvað.. Þannig að hvur veit...
Ég fór í jarðaför í vikunni hjá henni Ingibjörgu ömmu minni. Mér finnst voðalega leiðinlegt að hafa ekki þekkt hana betur og eiga fleiri minningar um hana. En þær minningar sem ég á um hana er góðar. Hún var mjög fín hún amma mín. Hún átti 13 börn og á tæp 50 barnabörn og ég man ekki hvað mörg langömmu börn.. En vá að eiga 13 börn, það þarf ansi sterka og góða manneskju í að geta það.. Enda var hún ofsalega dugleg kona.
En jæja nóg í bili..
Ég ætla að skrifa undir eins og amma mín skrifaði alltaf nafnið mitt, svona í minningu hennar..

Efa Björk

miðvikudagur, september 06, 2006

Ein berst ég um
einmanna græt ég
án þín, ástarinnar
ástríðan sem hvarf
hvarf í myrkrið
horfin að eilífu
eymdin sem hverfur ekki
eirðarlaust hjartað gnístir.
Bíður eftir þér í þögninni.

free web hit counter