föstudagur, desember 29, 2006

Oið 2006

Nú er árið að verða búið og ýmislegt hefur gerst á þessu ári. Ég fór að velta fyrir mér hvað hafði gerst á árinu. og hér kemur það.

Ég flutti til reykjavíkur sem var flott, hef reyndar velt því fyrir mér hvort það hafi verið góð hugmynd, kanski afþvi ég og strákarnir höfðum það alveg fínt og við vorum öll saman.
Ég flutti reyndar aðeins meira á árinu en það sem drepur mann ekki styrkir mann bara.

Strákarnir fluttu til pabba sins á árinu og það er það erfiðasta sem ég hef gert, en þeir hafa það gott. ´Það líður ekki sa dagur sem ég hugsa til baka og oska þess að aðstæðurnar hefðu verið betri hja mér og ég ekki þurft að gera þetta. Ég sakna þeirra ótrúlega mikið og það er ekki hægt að lísa því hversu mikið. En ég er þakklát fyrir það að það að það er hugsað ofsalega vel um þá og þeir eru kátir og hafa það gott. Á meðan hef ég verið dugleg i að vinna í mínum málum og þetta er allt að koma, og ég hugga mig við að þegar því er lokið verða aðstæðurnar betri og við getum verið saman aftur.

Þá er viðeigandi að fara í heilsumálin. Ég lenti í nokkrum áföllum á arinu. Og vinkonur mínar og fjölskylda hafa staðið með mér eins og klettar i gegnum allt. Ég fór í framhaldi í greiningu og greindist með sjúkdóm sem útskýrir gjörsamlega allt mitt líf. En sem betur fer hef ég verið dugleg að vinna í þvi með viðtölum og tilheyrandi. Og í dag líður mér vel og sé sólina á hverjum degi. Ég get lika loksins sofið a nottini og hef fengið gamla goða kraftin í mig. þetta er allt að koma.

Karla málin hafa verið undarleg, en hver upplifir það ekki. Ég var smá tima að ná mer eftir einn sem ég var voðalega hrifin af. Lenti svo í tveimur giftum, sem ég ýtti frá mér. Ekkert gerðist þar, enda finnst mér það bara ljott að gera svoleiðis. Svo er einn sem gengur enn á eftir mér og hefur gert í heilt ár. En eva ákveðna vill ekki manninn og hann virðist ekki skilja það enn. En i dag á ég goðan vin sem mér er mjög annt um.

Djamm árinu, tja á eg nokkuð að fara í það mál.. Segi bara að það var slatti. Og það er ekki gáfað að leggja sig í grasi bakvið sumarbústað. Og ég og tequila erum ekki vinir lengur. ætla ekki að fara neitt í saumana á þessu. Enda vitið þið stelpur allt um þennan part.

Hundamálin voru fin. Wilma for í skapgerðarmat á árinu, og eignaðist æðislegan hvolp. Sem ég veit að á eftir að gera mig stolta. Ég for á ræktunarnámskeið, vann i skapgerðarmatinu, fór i nokkur veiðiprof með fuglahundunum. það var mjog fræðandi. Kynntist nyju folki og fræddist helling. Ég smakkaði hreindyr,rjupu og héra í fyrsta skipti i matarboði hja fuglahundamönnum.

er orðin algjörlega tóm núna enda klukkan orðin ansi margt. Ég ætla að halda áfram að rifja upp arið þegar eg leggst á koddan.

kær aramotakveðja.. og kissess
eva

sunnudagur, desember 17, 2006

jamm og jæja

Jæja eg er buin að skreyta heima hjá mér, bara orðið ansi fint hjá mér. Svo er eg næstum búin að versla allar jólagjafirnar. Allt að koma. Annars er helgin bara buin að vera ansi fín hja mér. Ekkert fylleris rugl hér á bæ, heldur notaleg heit. Ég og Valgerður leituðum af Grinch í þrjá tíma a föstudagskvöldið, myndin bara fæst hvergi, hvorki á leigu né sölu. Endaði a að fá hana lanaða hja Önnu. Gátum loks horft á hana klukkan 12 um kvöldið. þessi mynd er algjört æði og er nauðsynleg að horfa á fyrir jólin. Svo átti ég bara ansi notalegan laugardag :) ...segi ekki meir um það.. múhahaha. Svo var brunað og keypt jolatre og það skreytt heima hja Valgerði. Enduðum svo kvöldið hja mer að horfa á Friends. Kvöldið var svo gert skrautlegt með gubbustandi á wilmu, það var ekki skemtilegt. Wilma er ansi tussuleg þessa dagana og toppaði það með þessu blessaða gubbustandi.
Svo er mig alltaf að dreyma svo undarlega. Alltaf er sami maðurinn grátandi hjá mér í draumunum, ég er ekki alveg að fatta það. Þetta er maður sem grætur aldrei, hef séð hann gráta kanski tvisvar öll þessi ár sem ég hef þekkt hann. Svo var ég í einhverri rosa fjallgöngu og að klöngrast yfir rosa gil og allar neglurnar mínar brotnuðu, finu neglurnar mínar. Um dagin var ég að vesenast í einhverju falli þakið snjó. Meira ruglið og lofthræðslan auðvitað að drepa mig. Ég gæti sko skrifað bók með öllum rugl draumunum sem mig dreymir.

jæja ætla að fara að gera eitthvað að viti.

Kissess
Eva

þriðjudagur, desember 12, 2006

jóla hvað

Hvar er eiginlega jólaskapið mitt. Það er bara ekki komið, ég er samt buin að kaupa nokkrar gjafir. En skreyta neeei ekki byrjuð. En ég er búin að kyssa jolasvein. Það var bara nokkuð skemmtilegt. Ég og Svava sniktum pakka af jólasveini i keflavik. og ég þurfti að kyssa hann takk. Hann var nú bara alveg huggulegur sko. Hef aldrei lent í því áður að fá daður frá jólasveini..
Annars var rosa gaman að hafa Svövu mina í bænum í nokkra daga. Við fórum á james bond á sunnudagin og omg hvað maðurinn er hot. En myndin var annars bara fín, en fyrsta atriðið gerði mig dáltið confused, ég hélt að við höfðum farið a vitlausa mynd...á spiderman en ekki á bondinn. Svo átum við og drukkum á laugardagskvöldinu, og bjuggum til nýjan party leik..bara snild. :) .ohhh svo fór skvisan i dag agalegt bara.

jæja hætt i bili

Kissess
Eva

laugardagur, desember 09, 2006

Sófaborðs vangavelta

Ég var að horfa a sofaborðið mitt og for að velta þvi fyrir mér hvort að sófaborð hja folki segi til um hvernig manneskja a það. Það gæti nu bara vel verið. Til dæmis mitt borð. Á þvi er nuna hundaol, hunda klippur, lyfin min, vatnsglas, 3 Friends dvd hulstur, naglalakk 3 stykki, naglalakka eyðir, naglaþjöl, augnabruna litur, fjarstyring, sprittkertastjaki, gemsi, mogm i skal, heimasiminn, hárbusti og s..ó. Semsagt eg er snyrtipinni sem á hund og er friends fíkill. já og borða mogm. hihihi.. Bara svona sma vangavelta. Enda er ég daldið klikk. En hver er það ekki..

kveðja Eva að gona a sofaborðið, neyðist vist til að taka til a þvi.

free web hit counter