sunnudagur, desember 17, 2006

jamm og jæja

Jæja eg er buin að skreyta heima hjá mér, bara orðið ansi fint hjá mér. Svo er eg næstum búin að versla allar jólagjafirnar. Allt að koma. Annars er helgin bara buin að vera ansi fín hja mér. Ekkert fylleris rugl hér á bæ, heldur notaleg heit. Ég og Valgerður leituðum af Grinch í þrjá tíma a föstudagskvöldið, myndin bara fæst hvergi, hvorki á leigu né sölu. Endaði a að fá hana lanaða hja Önnu. Gátum loks horft á hana klukkan 12 um kvöldið. þessi mynd er algjört æði og er nauðsynleg að horfa á fyrir jólin. Svo átti ég bara ansi notalegan laugardag :) ...segi ekki meir um það.. múhahaha. Svo var brunað og keypt jolatre og það skreytt heima hja Valgerði. Enduðum svo kvöldið hja mer að horfa á Friends. Kvöldið var svo gert skrautlegt með gubbustandi á wilmu, það var ekki skemtilegt. Wilma er ansi tussuleg þessa dagana og toppaði það með þessu blessaða gubbustandi.
Svo er mig alltaf að dreyma svo undarlega. Alltaf er sami maðurinn grátandi hjá mér í draumunum, ég er ekki alveg að fatta það. Þetta er maður sem grætur aldrei, hef séð hann gráta kanski tvisvar öll þessi ár sem ég hef þekkt hann. Svo var ég í einhverri rosa fjallgöngu og að klöngrast yfir rosa gil og allar neglurnar mínar brotnuðu, finu neglurnar mínar. Um dagin var ég að vesenast í einhverju falli þakið snjó. Meira ruglið og lofthræðslan auðvitað að drepa mig. Ég gæti sko skrifað bók með öllum rugl draumunum sem mig dreymir.

jæja ætla að fara að gera eitthvað að viti.

Kissess
Eva

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

góður draumur þessi með fjallinu og nöglunum.
frænkan

10:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

free web hit counter