föstudagur, desember 29, 2006

Oið 2006

Nú er árið að verða búið og ýmislegt hefur gerst á þessu ári. Ég fór að velta fyrir mér hvað hafði gerst á árinu. og hér kemur það.

Ég flutti til reykjavíkur sem var flott, hef reyndar velt því fyrir mér hvort það hafi verið góð hugmynd, kanski afþvi ég og strákarnir höfðum það alveg fínt og við vorum öll saman.
Ég flutti reyndar aðeins meira á árinu en það sem drepur mann ekki styrkir mann bara.

Strákarnir fluttu til pabba sins á árinu og það er það erfiðasta sem ég hef gert, en þeir hafa það gott. ´Það líður ekki sa dagur sem ég hugsa til baka og oska þess að aðstæðurnar hefðu verið betri hja mér og ég ekki þurft að gera þetta. Ég sakna þeirra ótrúlega mikið og það er ekki hægt að lísa því hversu mikið. En ég er þakklát fyrir það að það að það er hugsað ofsalega vel um þá og þeir eru kátir og hafa það gott. Á meðan hef ég verið dugleg i að vinna í mínum málum og þetta er allt að koma, og ég hugga mig við að þegar því er lokið verða aðstæðurnar betri og við getum verið saman aftur.

Þá er viðeigandi að fara í heilsumálin. Ég lenti í nokkrum áföllum á arinu. Og vinkonur mínar og fjölskylda hafa staðið með mér eins og klettar i gegnum allt. Ég fór í framhaldi í greiningu og greindist með sjúkdóm sem útskýrir gjörsamlega allt mitt líf. En sem betur fer hef ég verið dugleg að vinna í þvi með viðtölum og tilheyrandi. Og í dag líður mér vel og sé sólina á hverjum degi. Ég get lika loksins sofið a nottini og hef fengið gamla goða kraftin í mig. þetta er allt að koma.

Karla málin hafa verið undarleg, en hver upplifir það ekki. Ég var smá tima að ná mer eftir einn sem ég var voðalega hrifin af. Lenti svo í tveimur giftum, sem ég ýtti frá mér. Ekkert gerðist þar, enda finnst mér það bara ljott að gera svoleiðis. Svo er einn sem gengur enn á eftir mér og hefur gert í heilt ár. En eva ákveðna vill ekki manninn og hann virðist ekki skilja það enn. En i dag á ég goðan vin sem mér er mjög annt um.

Djamm árinu, tja á eg nokkuð að fara í það mál.. Segi bara að það var slatti. Og það er ekki gáfað að leggja sig í grasi bakvið sumarbústað. Og ég og tequila erum ekki vinir lengur. ætla ekki að fara neitt í saumana á þessu. Enda vitið þið stelpur allt um þennan part.

Hundamálin voru fin. Wilma for í skapgerðarmat á árinu, og eignaðist æðislegan hvolp. Sem ég veit að á eftir að gera mig stolta. Ég for á ræktunarnámskeið, vann i skapgerðarmatinu, fór i nokkur veiðiprof með fuglahundunum. það var mjog fræðandi. Kynntist nyju folki og fræddist helling. Ég smakkaði hreindyr,rjupu og héra í fyrsta skipti i matarboði hja fuglahundamönnum.

er orðin algjörlega tóm núna enda klukkan orðin ansi margt. Ég ætla að halda áfram að rifja upp arið þegar eg leggst á koddan.

kær aramotakveðja.. og kissess
eva

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free web hit counter